-20%

Shadowmatt – blár, mattur, svart króm

59.920 kr.

Samshield hjálmar eru hannaðir til að standast kröfur knapa sem ríða út við krefjandi aðstæður og fjölbreytt undirlag, eins og hér á Íslandi.
Hjálmarnir eru framleiddir með sömu tækni og efnum og hágæða mótorhjólahjálmar.
Framleiddir úr hágæða efnum til að tryggja þægindi og öryggi, eins og pólýkarbónat sem er einstaklega sterkt og létt plastefni sem notað er í mótorhjólahjálma í fremstu röð.
Hjálmarnir eru nettir og mæta kröfum knapans um útlit, þægindi, snið, loftflæði og ekki síst öryggi.
Rispufrí málning og frábært loftflæði.
Memory-foam í innra byrði. Innra byrði má fjarlægja og þvo í þvottavél (30°C).
Uppfylla alla viðeigandi öryggisstaðla. CE EN1384-17 og ASTM/SEI 2023 vottanir.
Er Samshield öruggasti reiðhjálmurinn á markaðinum?
Ef stærðin þín er ekki til þá getur þú pantað hjálm. Sendu okkur línu á brokk.is

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

VIÐ HÖGG

Ytra byrði hjálmsins er einstaklega þolið. Innra byrði hjálmsins, sem einnig ver höfuðið, getur aflagast þegar knapinn fellur af baki. Þess vegna er mjög mikilvægt að láta fara yfir hjálminn eftir hvert fall eða högg. Það er of algengt að knapar haldi áfram að ríða út eftir fall án þess að huga að hjálminum sem er jafnvel skemmdur.

Samshield er eina vörumerkið í heiminum sem býður upp á þá þjónustu að skipta um innra byrði hjálma eftir tjón. Þannig getur knapinn verið öruggur sitt án þess að þurfa að fjárfesta í nýjum hjálmi. Þessi þjónusta er veitt í fimm ár eftir kaup á hjálminum. Við sendum hjálminn á verkstæði Samshield þar sem hann er yfirfarinn. Gert er við hjálminn gegn vægu gjaldi, ef hann telst ónýtur og hjálmurinn er yngri en tveggja ára, er eigandanum boðinn nýr hjálmur á sérstöku tilboðsverði. Öllum hjálmum fylgir eins árs ábyrð fyrir göllum. Samshield mælir með að skipt sé um hjálma á fimm ára fresti.