Algengar spurningar

Helite öryggisvestin koma í tveimur gerðum. Þau gefa sama öryggi en eru með mismunandi hönnun

Öryggisvesti með rennilás:

Vesti með rennilás vegur 600 gr. Efnið er mjög teygjanlegt og með víðan handveg. Það gefur vel eftir ef knapi er í þykkum fatnaði innan undir vestinu.

Öryggisvesti með smellum:

Vesti með smellum er örlítið þyngra (800 gr.) og er ekki eftirgefanlegt. Það er með smellum sem hægt er að víkka og þrengja eftir því sem knapi klæðist mismunandi fatnaði.

Svona blæs vestið út
Í vestinu er taumur sem er festur við hnakkinn. Ef knapi fellur af baki og 35 kg tog (eða meira) kemur à tauminn, blæs loftpúðinn út og aftengist um leið. Vestið blæs út à aðeins 0,01 sekúndu. Það heyrist “hviss” þegar vestið blæs út en hesturinn ætti ekki að verða hvekktari við hljóðið, en nú þegar er orðið, þegar knapi dettur af baki. Eftir að vestið hefur blásið út þá lekur loftið úr því sjálfkrafa innan tveggja mínútna. Það eina sem þarf að gera er að skrúfa nýtt gashylki og vestið gefur sama öryggi og áður. Ef knapi gleymir að aftengja sig, þegar stigið er af baki, er lítil sem engin hætta á að vestið blási upp þar sem taumurinn er eftirgefanlegur og gefur svigrúm.

Blæs vestið út ef gleymist að aftengja áður en stigið er að baki?
Svarið er NEI eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Strengurinn á milli vestis og hnakks er það langur og eftirgefanlegur að hann gefur svigrúm fyrir knapa til að fara af baki. Einnig þarf 35 kg. högg til að virkja vestið. En svo lærist þetta eins og annað, þetta er eins og að spenna á sig bílbelti.

Hversu öruggt er vestið?
Margar rannsóknir liggja að baki Helite örggisvestanna og komin er góð reynsla á vestin enda hafa þau verið framleidd í Frakklandi frá árinu 2002. Helite öryggisvestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru með CE vottun frá ALIENOR rannsóknarstofunni sem er óháð stofnun á vegum Evrópusambandsins og sérhæfir sig í að rannsaka öryggisbúnað fyrir hestamenn (PPE).
Fyrir áhugasama þá má skoða vottanir frá Evrópusambandinu hér fyrir neðan.

Hvernig festi ég ólina við hnakkinn?
Ístöð eru tekin úr ístaðskrókum og ólinni komið fyrir í krókana. Að því loknu eru ístöðin sett aftur í ístaðskrókana. Myndbandið útskýrir allt sem gott er að hafa í huga þegar hnakkólin er fest.

Hvernig skipti ég um gashylki?
Það er einfalt að skipta um gashylki en mjög mikilvægt að það sé gert rétt.
Þegar vestið blæs út þá skýst móttak sem heldur utan um kúluna upp í sívalninginn. Það þarf að ná í þetta móttak og koma kúlunni fyrir þannig að hún sitji rétt í móttakinu. Mikilvægt er að kúlunni sé komið rétt fyrir í móttakinu og að kúlan sitji laus. Við mælum með að horfa á myndbandið sem útskýrir allt sem gott er að hafa í huga við skipti á gashylkjum.

Hvernig lengi ég tveggja ára ábyrgð upp í fjögur ár?
Öryggisvestunum fylgir lágmarks tveggja ára ábyrgð. Ef þú skráir vestið innan þriggja mánaða frá kaupum þá eykst ábyrgðin um tvö ár og verður að fjögurra ára ábyrgð. Til að skrá vestið í fjögurra ára ábyrgð smelltu HÉR
Hvernig geri ég árlega yfirferð á vestinu?
Við mælum með að yfirfara vestið árlega. Þá er skoðað ástandið á gashylkinu og það er viktað. Móttak er skrúfað í sundur og þrifið. Myndbandið útskýrir í smáatriðum allt sem gott er að hafa í huga við árlega skoðun á vestinu.
Ekki má þvo vestið í þvottavél eða sökkva því í vatn. Ef þvo þarf vestið þá mælum við með að skrúbba vestið með bursta og lítið af vatni.

Viltu vita meira?

Hér eru öryggisvestin útskýrð á mannamáli 😃