UM OKKUR

Hjónin Tinna Dögg og Atli Rafn standa að netversluninni Brokk.is.
Heilsan er okkur öllum mikilvæg og því eiga öryggismál alltaf að vera í forgangi. Óhöpp fylgja okkar ástkæru hestamennsku, því miður. Minna vanir jafnt sem atvinnuknapar geta orðið fyrir meiðslum án fyrirvara.

Umhverfi hestamanna hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Meira er orðið um árekstra við aðra unnendur útivistar og slysin gerast tíðari. Við hestamenn fáumst við lifandi skepnur; sem geta fælst, eins og allir þekkja, eða tekið upp á einhverju óvæntu, þessar elskur. Hjálmar eru sem betur fer orðnir almenn og sjálfsögð vörn hestamannsins, en annar öryggisbúnaður er minna notaður.

Þegar við hjónin uppgötvuðum að til væri frábært og þægilegt öryggisvesti, sérstaklega ætlað reiðmönnum, þá rann okkur blóðið til skyldunnar og nú er netverslunin Brokk.is orðin að veruleika.

Tinna Dögg: “Þegar ég reið út sem barn þá þótti það sérviska að fullorðnir bæru reiðhjálm. Í dag sérðu ekki hestamenn án reiðhjálms, sem betur fer. Við verðum sífellt meðvitaðri um hætturnar í kringum okkur og hvers vegna ekki að klæðast öryggisvesti og vita að þú er eins vel varinn og mögulegt er? Ég tala nú ekki um ef búnaðurinn heftir þig ekki sem knapa!”

Atli Rafn: “Ég held að konur hugsi almennt meira um öryggismálin. Það er lengra í þá hugsun hjá okkur strákunum. Það þótti, á sínum tíma, ekki karlmannlegt að bera reiðhjálm en öðru máli gegnir í dag. Það er að sjálfsögðu bara töff að hugsa um eigið öryggi og ég skora á karlmenn að gera það, ekki síst í þágu fjölskyldna þeirra”.