Skilmálar BROKK.is

BROKK netverslun
Kennitala: 590221-2600
VSK númer: 140891


Almennt
BROKK.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum sem eru senda út á land er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. BROKK.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi hjá Íslandspósti. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá BROKK.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Að skipta og skila vöru
Veittur er 7 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og með sínum upprunalegu óskemmdu merkingum og miðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Ef skila á vöru þarf að hafa samband við BROKK á brokk@brokk.is. Ef vöru er skilað fær viðkomandi inneign hjá BROKK sem gildir í eitt ár. Sendingarkostnaður er á kostnað kaupanda ef viðkomandi skilar vöru. BROKK endurgreiðir ekki sendingarkostnað.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

HELITE öryggisvestin
Öryggisvestið ætti aðeins að nota í þeim tilgangi sem því er ætlað. Vestið veitir ekki algera vörn gegn slysum, alvarlegum meiðslum eða dauðsföllum. Líkamshlutar sem öryggisvestið hylur ekki eru ekki verndaðir. Öryggisvestið veitir aðeins vörn þegar það er uppblásið. Helite er framleiðandi öryggisvestisins. Helite er ekki ábyrgt fyrir:
-Skemmdum á fötum eða öðrum búnaði sem verður við notkun vestisins.
-Ef öryggisvestið blæs ekki út af einhverri ástæðu, nema ef um framleiðslugalla sé að ræða.
-Meiðslum; hvort sem það er á líkamshluta sem vestið á að vernda eða ekki.
-Ef vestið blæs óvænt út; við sérstakar aðstæður getur kerfið farið af stað án þess að reiðmaðurinn detti af hestinum.
-Rangri notkun eða röngu viðhaldi á vestinu.
-Röng samsetning eftir að það blæs út, breytingum eða viðgerðum á vestinum sem ekki eru gerðar af viðurkenndum þjónustuaðila.

Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi).