Infrarauð ábreiða

369.000 kr.

Sérhannað fyrir íslenska hestinn!

TR-90 ábreiðan notast við nýjustu framfarir í rauðljósameðferðum með ljósi sem smýgur djúpt inn í vefi hestsins. Ábreiðan eykur blóðflæði og minnka bólgur, fyrirbyggir álagsmeiðsli, flýtir bataferli eftir aðgerð, stuðlar að endurnýjun frumna, dregur úr verkjum, hjálpar við meðhöndlun sára og hefur góð áhrif á sinar, vöðva, liðbönd, húð og bein. Hönnunin tryggir fjölbreytta notkunarmöguleika við mismunandi vandamálum hestsins í baki, herðum, hálsi og afturenda.

TR90® rauðljósaábreiðan frá IC LIGHT er sérstaklega hönnuð til að mæta þörfum íslenska hestsins við rauðljósameðferð. Sniðið og stillanlegar ólar tryggja að ábreiðan passar íslenska hestinum á þægilegan og öruggan hátt. Ábreiðan eru hönnuð af dýralæknum og vísindamönnum sérhæfðum í rauðljósatækni. Ábreiðan er framleidd í Danmörku, er með tveggja ára ábyrgð og er CE, RoHS og FCC vottuð.

TR-90 ábreiðan nýtist öllu hestafólki við þjálfun eða meðhöndlun vandamála, hvort sem er atvinnumanninum eða hinum almenna reiðmanni. Rauðljósameðferð, fyrir og eftir æfingar hámarkar þjálfun og vellíðan hestsins og minnkar hættu á meiðslum. Mælt er með því að nota ábreiðuna til að fyrirbyggja vandamál, sérstaklega fyrir keppnishross sem eru undir miklu álagi.

LEIGA Á ÁBREIÐU
Viltu prófa ábreiðuna áður en þú kaupir? Þú getur leigt ábreiðuna og leiguverðið dregst frá kaupverðinu.
Ein vika: 25.000 kr.
Tvær vikur: 40.000 kr.
Mánuður: 60.000 kr.
Hafðu samband á brokk@brokk.is til að leigja ábreiðuna.

Ef ábreiðan er notuð á opin sár þá þarf að sótthreinsa þær vel fyrir meðferðir. Við mælum með notkun á Leucillin, sótthreinsandi spreyi. Þú getur keypt Leucillin HÉR

Á lager

Þjálfun

Infrarauða ábreiðan getur nýst öllu hestafólki við þjálfun, hvort sem er atvinnumanninum eða hinum almenna reiðmanni. Rauðljósameðferð, fyrir og eftir æfingar hámarkar þjálfun og vellíðan hestsins og minnkar hættu á meiðslum.

Fyrir æfingu – forvarnir gegn meiðslum:
Upphitun og undirbúningur: Notaðu TR-90 ábreiðuna sem hluta af upphitunarrútínu þinni til að auka blóðrásina í vöðvum og sinum hestsins. Með því að nota ábreiðuna fyrir æfingar minnkar hættan á meiðslum og hesturinn er reiðubúinn til meiri afkasta.

Eftir æfingu:
Kæling og endurheimt: Eftir æfingu má að nota TR-90 ábreiðuna til að styðja við niðurkælingu. Það stuðlar að endurheimt vöðva og sina og hesturinn jafnar sig hraðar. Rauðljósameðferðin dregur úr vöðvaþreytu og stuðlar að endurheimt eftir erfiðar æfingar.
Það styður við kælingu og flýtir fyrir bata.

Rautt og nær-innrautt ljós: Þessar tilteknu bylgjulengdir ljóss smjúga djúpt inn í vefjalög og kveikja í myndun nýrra háræða.

Nituroxíðlosun: Ljósameðferðin kveikir á losun nituroxíðs úr æðum og rauðum blóðkornum, sem bæðir enn frekar blóðrásina og eykur blóðflæðið. Þetta flýtir fyrir lækningarferli mjúkvefsskaða, sára og bólgum.

Meðferðir

FJÖLHÆF OG ALHLIÐA MEÐFERÐIC LIGHT-TR90® rauðljósaábreiðan er sérhönnuð fyrir meðhöndlun íslenska hestsins.
12 stilllingar fyrir mismunandi meðhöndlun, stjórnborð með þægilegt notendaviðmót og stillanlegar ólar tryggja einfalda notkun sem er sérsniðin að heilsu og vellíðan hestsins.

12 mismunandi meðferðir eru í boði eftir því hvað á að meðhöndla.
Meðferð nr. 1: Flýtir fyrir gróanda sára sem eru 0-7 daga gömul
Meðferð nr. 2: Minnkar bólgur og liðverki. Gott eftir æfingu til að fyrirbyggja meiðsli.
Meðferð 3: Endurhæfing
Meðferð 4: Krónísk vandamál, sveppasýkingar og aukin vellíðan
Meðferð 5: Aukið blóðflæði, stífir vöðvar og sinar
Meðferð 6: Vellíðan og verkjastillandi. Gott fyrir æfingu til að fyrirbyggja meiðsli
Meðferð 7:
Meðferð 8:
Meðferð 9:
Meðferð 10:
Meðferð 11:
Meðferð 12:

Hvað er rauðljósameðferð?

Rauðljósameðferð samanstendur af tveimur bylgjulengdum af ljósi. Annars vegar á bylgjulengdinni 660 nm (rauðljósmeðferð) og hins vegar 850 nm (infrarauðljósameðferð). Hægt er að stilla á aðra bylgjulengdina eða báðar í einu í. Ljósin eru skaðlaus en kostirnir eru margir. Rautt og innrautt ljós: Þessar tilteknu bylgjulengdir smjúga djúpt inn í vefjalög og kveikja í myndun nýrra háræða.
660 nm ljósið er sýnilegt ljós og virkar vel á húð og húðvandamál, flýtir fyrir því að húðin jafni sig og grói.
850 nm ljósið, sem er vart sýnilegt ljós, fer hins vegar inn í vefina, hitar þá, mýkir, eykur blóðflæði og minnkar bólgur. Það hefur fjölmörg jákvæð áhrif, meðal annars á bólgur og verki.

Rauðljósameðferð er mikið notuð við lið- og vöðvaverkjum, meðferð sem getur hjálpað húð, vöðvavef og öðrum líkamspörtum að læknast. Rauðljósa tækið sendir lítið magn af rauðu og/eða nær innrauðu ljósi inn í svæðið sem verið er að vinna á. Innrautt ljós er tegund af orku sem augun sjá ekki en líkaminn finnur fyrir sem hita.

Nituroxíðlosun: Ljósameðferðin kveikir á losun nituroxíðs úr æðum og rauðum blóðkornum sem bætir blóðrásina og eykur blóðflæðið. Þetta flýtir fyrir lækningaferli á mjúkvefsskaða, sára og bólgum. Nituroxíð gegnir stóru hlutverki við stjórnun blóðflæðis um líkamann. Framleiðsla á nituroxíði er lykillinn að góðri efnaskiptaheilsu vegna þess að það gegnir mikilvægu hlutverki við að flytja súrefni til vefja líkamans.

Tækið býr yfir bæði rauðljósum og innrauðum ljósum sem vinna saman við að létta á verkjum, draga úr bólgum ásamt því að auka blóðflæði. Rauðljósa- og innfrarauð ljósa meðferð hefur mikinn heilsufarslegan ávinning í för með sér en þessi samsetning á ljósum vinna dýpra og hraðar á meðferðarsvæðum.

Dregur úr verkjum í baki, herðum, hálsi og afturenda
Eykur blóðflæði
Til að fyrirbyggja álagameiðsli, upphitun og endurheimt
Flýtir fyrir bataferli eftir aðgerð
Meðhöndlar vöðva, sinar, liðbönd, húð og bein.
Stuðlar að endurnýjun frumna
Hjálpar við meðhöndlun sára

Handbók

User guide

Tæknilegar upplýsingar

Tæknilegar upplýsingar:
Stærð ábreiðu: 85 x 120 cm
12 stillingar fyrir mismunandi meðhöndlun
660 nm Rautt ljós
810 nm Nær innrautt ljós
850 nm Nær innrautt ljós
1900 ledljós (medical-grade)
50-155 mW/cm2
50.000 klst líftími ledljósa
Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi
CE, RoHS, FCC vottað

Inniheldur:
Eina 85×120 cm ábreiðu með 1900 ledljósum
Hleðslusnúra
Öflugur hleðslubanki
6 stillanlegar ólar
Ferða- geymslutaska
Leiðbeiningar

Varanlegt og endingargott: TR-90 ábreiðan er framleidd úr hágæða efni og eru sérhönnuð til notkunar á ísenskum hestum. Efnið hrindir frá sér vatni og skít og hentar því fyrir margs konar aðstæður. Með réttri notkun mun þessi vara þjóna þörfum hestsins við rauðljósameðferð í mörg ár..