STÆRÐARTÖFLUR
Ekki vera í þykkum klæðnaði þegar mælt er.
Þegar valið er á milli stærða er byrjað að miða við lengd á baki, sjá mynd.
Baklengdin þrengir valið niður í tvær stærðir. Þá er farið eftir málum á bringu, mjöðmum o.s.frv.
95.000 kr.
HELITE öryggisvesti veita eina bestu vörn gegn meiðslum sem völ er á. Vestið er með innbyggðum loftpúða og vegur aðeins 600 gr. Knapi finnur nánast ekkert fyrir vestinu og það hefur engin áhrif á samband knapa og hests. Vestin eru vatnsheld og halda lögun sinni eftir að vestið hefur blásið upp. Vestin henta öllum kynjum og stærðum og koma einnig í barnastærðum. Athugið að börn þurfa að vera 35 kg. eða meira til að mega nota vestin. Skoðið endilega stærðartöfluna hér neðar á síðunni.
Hægt er að nota vestið eitt og sér óklætt eða setja vestið í viðurkenndan Helite fatnað. Vestið hentar ekki fyrir annan fatnað. Vestið er selt tilbúið til notkunar og með því fylgir eitt gashylki, hnakkól, taumur frá vestinu í hnakkól, skiptilykil og handbók. Stærðartaflan hjálpar við að velja rétta vestið.
SJÓVÁ lækkar verðið á öryggisvestunum góðu og býður viðskiptavinum í Stofni 20% afslátt af öllum Helite öryggisvestum frá brokk.is. Nú býðst viðskiptavinum Sjóvár öryggisvestin á 76.000 kr. Almennt verð er 95.000 kr. Skráðu þig inn á „mitt Sjóvá“ til að finna kóðann sem veitir 20% afslátt.
Það er velkomið að máta vestið hjá okkur. Við erum í Spretti, Heimsenda 14. Hafðu samband í síma 7801881 til að panta mátun. Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr.
Ekki vera í þykkum klæðnaði þegar mælt er.
Þegar valið er á milli stærða er byrjað að miða við lengd á baki, sjá mynd.
Baklengdin þrengir valið niður í tvær stærðir. Þá er farið eftir málum á bringu, mjöðmum o.s.frv.
CE VOTTUN: Helite öryggisvestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru með CE vottun frá ALIENOR rannsóknarstofunni sem er óháð stofnun á vegum Evrópusambandsins og sérhæfir sig í að rannsaka öryggisbúnað fyrir hestamenn (PPE).
ÁBYRGÐ: Öryggisvestunum fylgir lágmarks tveggja ára ábyrgð.Ef þú skráir vestið innan þriggja mánaða frá kaupum þá eykst ábyrgðin um tvö ár og verður að fjögurra ára ábyrgð. Til að skrá vestið í fjögurra ára ábyrgð smelltu HÉR