STÆRÐARTÖFLUR
Ekki vera í þykkum klæðnaði þegar mælt er.
Þegar valið er á milli stærða er byrjað að miða við lengd á baki, sjá mynd.
Baklengdin þrengir valið niður í tvær stærðir. Þá er farið eftir málum á bringu, mjöðmum o.s.frv.
95.000 kr.
HELITE öryggisvestin veita eina bestu vörn gegn meiðslum, sem völ er á fyrir hestamenn. Vestið hefur innbyggða loftpúða og vegur einungis 600 gr. Knapinn finnur lítið sem ekkert fyrir vestinu og það hefur engin áhrif á samband knapa og hests. Vestin henta öllum kynjum og stærðum og koma einnig í barnastærð (börn yfir 35 kg).
Skoðið endilega stærðartöfluna hér neðar á síðunni. Athugið að smelltu vestin eru stórar stærðir. Oftast er tekin einni stærð fyrir neðan fatastærð.
Það má klæðast vestinu einu og sér utanklæða eða renna vestinu inn í samþykktan Helite fatnað. Vestið hentar ekki undir annan klæðnað. Vestið er selt tilbúið til notkunar og kemur með einu gashylki, taumi frá vesti í hnakk, skiptilykli og handbók. Stærðartaflan hjálpar við val á réttu vesti.
SJÓVÁ lækkar verðið á öryggisvestunum góðu og býður viðskiptavinum í Stofni 20% afslátt af öllum Helite öryggisvestum frá brokk.is. Nú býðst viðskiptavinum Sjóvár öryggisvestin á 76.000 kr. Almennt verð er 95.000 kr. Skráðu þig inn á „mitt Sjóvá“ til að finna kóðann sem veitir 20% afslátt.
Það er velkomið að máta vestið hjá okkur. Við erum í Spretti, Heimsenda 14. Hafðu samband í síma 7801881 til að panta mátun. Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr.
Ekki vera í þykkum klæðnaði þegar mælt er.
Þegar valið er á milli stærða er byrjað að miða við lengd á baki, sjá mynd.
Baklengdin þrengir valið niður í tvær stærðir. Þá er farið eftir málum á bringu, mjöðmum o.s.frv.
CE VOTTUN: Helite öryggisvestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru með CE vottun frá ALIENOR rannsóknarstofunni sem er óháð stofnun á vegum Evrópusambandsins og sérhæfir sig í að rannsaka öryggisbúnað fyrir hestamenn (PPE).
ÁBYRGÐ: Öryggisvestunum fylgir lágmarks tveggja ára ábyrgð.Ef þú skráir vestið innan þriggja mánaða frá kaupum þá eykst ábyrgðin um tvö ár og verður að fjögurra ára ábyrgð. Til að skrá vestið í fjögurra ára ábyrgð smelltu HÉR