Samshield vetrar reiðhanskar
14.900 kr.
Hlýja, glæsileiki og ending eru einkunnarorð Samshield þegar kemur að hönnun á hönskum.
Samshield vetrar reiðhanskarnir eru gerðir úr fimm lögum sem gefa þeim frábæra eiginleika og góða vörn gegn kulda.
- Fyrsta lag: Leður úr geitaskinni sem tryggir þægindi, endingu, glæsileika og vörn gegn vindi og vatni.
- Annað lag: Thinsulate® er míkrófíber efni sem andar, heldur frá raka og heldur kulda úti.
- Þriðja lag: Míkró pólarflís er rakaheldið efni sem er jafn einangrandi og ull en mýkra, léttara og auðveldara að þvo.
- Fjórða lag: Lófinn er úr sterku silikonbornu rúskinni. Gefur frábært grip og samband við hestinn. Einstaklega mjúkt efni og mjög endingargott.
- Fimmta lag: Sterkir vindheldir möskvar sem tryggja sveigjanleika og mýkt og tryggir að sniðið haldi sér.