BROKK kynnir nýjung á Íslandi

Öryggisvesti með loftpúðum

EIN BESTA VÖRN SEM VÖL ER Á FYRIR HESTAMENN

BROKK netverslun selur hágæða öryggisvesti með innbyggðum loftpúðum. Helite vestin, sem framleidd hafa verið í Frakklandi frá árinu 2002, njóta mikilla vinsælda meðal hestamanna í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa hvarvetna hlotið lof. Vestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru vottuð af Evrópusambandinu. Helite öryggisvestin hafa ekki fengist á Íslandi fyrr en nú en BROKK netverslun er með einkaumboð hér á landi. Vestin eru því nýjung á Íslandi og kominn tími til!

FISLÉTT VESTI
Vestið vegur einungis 600 gr. Knapinn finnur því lítið sem ekkert fyrir vestinu og það hefur engin áhrif á samband knapa og hests.

HVERNIG VIRKA VESTIN?
Í vestinu er taumur sem festist við hnakkinn. Ef knapi fellur af baki og 35 kg tog (eða meira) kemur à tauminn, blæs loftpúðinn út og aftengist um leið. Vestið blæs út à aðeins 0,01 sekúndu. Ef knapi gleymir að aftengja sig, þegar stigið er af baki, er lítil sem engin hætta á að vestið blási upp þar sem taumurinn er eftirgefanlegur og gefur svigrúm. 

STÆRÐ VESTIS
Þegar vestið blæs út þenst það út af lofti, allt að 28 lítrar. Loftpúðinn minnkar höggið og ver háls, hryggjaliði, mænu, rifbein og mjaðmagrind.  

FJÖLNOTA
Eftir tvær mínútur lekur loftið sjálfkrafa úr vestinu. Það eina sem þarf að gera er að skrúfa nýtt gashylki og vestið gefur sama öryggi og áður.

VERNDAR HÁLS- OG HRYGGJARLIÐI
Háls og bakmeiðsli eru algeng hjá hestmönnum. Þessi viðkvæmi hluti líkamans er vel varinn með hálspúða sem þenst út með vestinu á 0,01 sekúndu. Hálspúðinn skorðar af höfuðið og ver háls og hryggjaliði.

CE-VOTTUN: Helite öryggisvestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru með CE vottun frá ALIENOR rannsóknarstofunni sem er óháð stofnun á vegum Evrópusambandsins og sérhæfir sig í að rannsaka öryggisbúnað fyrir hestamenn (PPE).

ÁBYRGÐ: Öryggisvestunum fylgir sjálfkrafa tveggja ára ábyrgð. Ef þú skráir vestið þitt HÉR hjá Helite innan þriggja mánaða frá kaupum þá lengist ábyrgðin í fjögur ár. 

ÖRYGGISVESTI MEÐ LOFTPÚÐUM

Vestin henta báðum kynjum og koma einnig í barnastærð.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

"Ég get heilshugar mælt með Helite öryggisvestunum. Veitir mér miklu meira öryggi og sjálfstraust á baki. Eins og að spenna á sig öryggisbelti í bíl þá er öryggisvestið jafn sjálfsagt fyrir mig"

Inga Sigríður, hestakona í Sörla

EIGINLEIKAR LOFTPÚÐAVESTIS

aUÐVELT Í NOTKUN

Sérstakur taumur tengir vestið við hnakk. Við fall kemur tog á tauminn og vestið blæs út. Áður en knapi stígur af baki, aftengir hann tauminn frá hnakki.

CE-VOTTUN

Helite öryggisvestin uppfylla ströngustu öryggiskröfur. Vestin hafa CE vottun frá ALIENOR rannsóknarstofnuninni, sem er óháð stofnun á vegum Evrópusambandsins.

BLÆS ÚT Á 0,01 SEKÚNDU

Vestið blæs út á ógnarhraða eða á 0,01 sekúndum.

LÉTT OG TEYGJANLEGT

Vestið vegur einungis 600 gr. og er teygjanlegt. Knapi finnur lítið sem ekkert fyrir vestinu og það hefur engin áhrif á samband knapa og hests. 

FJÖLNOTA

Þegar vestið hefur blásið út líða um tvær mínútur þar til loftið hefur sjálfkrafa lekið úr vestinu. Það eina sem þarf til þess að vestið veiti sama öryggi og áður er að skrúfa nýtt gashylki í.

FJÖGURRA ÁRA ÁBYRGÐ

Öryggisvestunum fylgir sjálfkrafa tveggja ára ábyrgð. Ef þú skráir vestið þitt HÉR þá lengist ábyrgðin í fjögur ár.